25/04/2024

Opinn fundur um dreifnámið á Hólmavík

645-dreifnam-hurra

Dreifnám FNV á Hólmavík boðar til opins íbúafundar fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 17:00 í Hnyðju á fyrstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík. Rætt verður um námið, framtíð þess og tækifæri. Afar brýnt er að hlúa að þessum málum og því er mikilvægt að á fundinn mæti nemendur, aðstandendur og aðrir sem láta sér menntamál og framtíð Strandabyggðar varða. Á myndinni sem fylgir gefur að líta hópinn sem hóf nám í dreifnámsdeildinni á Hólmavík fyrir tveimur árum þegar boðið var upp á slíka kennslu í fyrsta skipti.