02/05/2024

Stóraukið aðgengi að verslun á Hólmavík

Á morgun, fimmtudaginn 7. apríl, verður nýr veitingaskáli Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík opnaður og byrjað af afgreiða mat á grillinu kl. 11.  Skálinn er sambyggður verslun Kaupfélagsins og er hinn glæsilegasti. Hann leysir sjoppuna á staðnum af hólmi. Um leið lengist opnunartími dagvöruverslunarinnar verulega, en hún verður nú opin alla daga vikunnar. Fram að sumaropnunartíma verður opnunartími á verslun og veitingaskála frá 9-22 mánudaga til föstudaga og frá 10-22 um helgar. Fréttaritari leit við í sjoppunni gömlu í dag og einnig í veitingaskálanum nýja. Sjá nánar á www.ksholm.is.

Sjoppan

Þórunn Einarsdóttir hefur lengi stjórnað sjoppunni á Hólmavík.

Það var nóg að gera í sjoppunni í dag, síðasti séns að fá sér hamborgara þar.

frettamyndir/2011/640-sjoppan1.jpg

Síðustu daga hafa menn fært lagerinn inn í nýja húsið og stillt upp nýjum rekkum í búðinni.

frettamyndir/2011/640-sjoppan3.jpg

Þórunn Einarsdóttir, Hildur Emilsdóttir verslunarstjóri og Jón Eðvald Halldórsson kaupfélagsstjóri glíma við peningakassann í nýja veitingasalnum.

frettamyndir/2011/640-sjoppan5.jpg

Sæti eru fyrir 60 manns í nýja skálanum sem er ríflega helmings aukning frá sjoppunni.

– ljósm. Jón Jónsson