Categories
Frétt

Starfsleyfi veitinga- og gististaða taka breytingum

Með nýjum lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem taka gildi 1.
júlí n.k. verður nokkur breyting á starfsleyfum vegna reksturs veitinga- og gististaða. Með breytingunni verður eitt
rekstrarleyfi gefið út í stað þriggja leyfa áður, veitinga- og gististaðaleyfis, vínveitingaleyfis
og skemmtanaleyfis. Slíkt sameiginlegt leyfi á að spara viðkomandi fyrirtækjum nokkuð fé þar
sem núverandi rekstrarleyfishafar fara beint inn í endurnýjunarferli sem er talsvert ódýrara, sérstaklega ef fyrirtækin þurfa á skemmtanaleyfi að halda.

Dómsmálaráðuneyti hefur ákveðið að veitinga- og gististaðir sem eru með
veitinga- og gististaðaleyfi og/eða skemmtanaleyfi sem renna út næstu tvo
mánuðina fái framlengingu til 1. júlí án endurgjalds. Þá sæki þeir um hið nýja
rekstrarleyfi. Í fréttabréfi samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, kemur fram að ekki
hafi enn borist svör um hvenær hægt verður að sækja um ný leyfi, en að það ætti
að skýrast innan tíðar.