22/12/2024

Stál í stál

Það er ekki hægt að segja annað en að áskorun stjórnanda tippleiksins á strandir.saudfjarsetur.is til keppenda um að girða sig í brók og fara að hala inn stig hafi þrælvirkað, a.m.k. nú um helgina. Þeir Halldór Logi Friðgeirsson á Drangsnesi og Jón Jónsson á Kirkjubóli gerðu sér lítið fyrir og gerðu jafntefli 9-9. Það voru Hollendingar sem endanlega réðu úrslitum með því að sigra Tékka auðveldlega og Strandamenn skildu þar af leiðandi jafnir. Þeir Jón og Halldór þurfa því að eigast við í þriðja skipti á næstu helgi, en þá verður seðillinn á ný úr ensku knattspyrnunni. Umsagnir og spár þeirra fyrir helgina má sjá með því að smella hér, en úrslitin og árangur keppenda í leiknum hingað til sjást hér neðar:

       LEIKIR

ÚRSLIT

JÓN

HALLDÓR

  1. Króatía – Svíþjóð

1

1

1

  2. Danmörk – Grikkland

1

1

1

  3. Tékkland – Holland

2

1

X

  4. Sviss – Frakkland

X

2

2

  5. Belgía – Spánn

2

2

2

  6. England – Austurríki

1

1

1

  7. Ítalía – Slóvenía

1

1

1

  8. Finnland – Rúmenía

2

2

X

  9. Búlgaría – Ungverjaland

1

X

1

10. Litháen – Serbía/Svartfj.

2

2

2

11. Kýpur – Írland

2

2

2

12. Skotland – Hvíta-Rússland

2

X

X

13. Slóvakía – Eistland

1

1

1

 

 

9 réttir

9 réttir

Árangur giskara hingað til:

Jón Jónsson – 2 sigrar
Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar