17/05/2024

Lóðsbátur heimsækir Hólmavík

Í gær var í höfninni á Hólmavík nýtt skip sem menn þekktu ekki í fyrstu. Eftirgrennslan leiddi þó fljótlega í ljós að þarna er á ferðinni nýi lóðsbáturinn þeirra Ísfirðinga, sem er líklega á leiðinni í heimahöfn. Sturla Halldórsson heitir báturinn og er ekki stórt skip en trúlega býsna öflugt. Báturinn var sjósettur í höfninni í Gdansk í Póllandi í ágúst og ákveðið var að sigla honum til Íslands. Leiðin lá frá Póllandi til Noregs, síðan Shetlandseyja, Færeyja og loks til Íslands. Karl Þór Björnsson smellti myndum af skipinu í höfninni á Hólmavík.  

Sturla Halldórsson í höfninni á Hólmavík – ljósm. Karl Þór Björnsson