12/12/2024

Sprettganga á sunnudaginn

SkíðamótFyrsta skíðamót vetrarins á Ströndum verður haldið sunnudaginn 8. febrúar, en þá verður keppt í sprettgöngu. Mótið verður haldið á Stað í Steingrímsfirði og hefst kl. 14:00. 6 ára og yngri og 7-8 ára ganga hring í kringum kirkjuna eða ca. 150 metra. Eldri flokkar ganga 600 m. hring nema karlar 17 ára og eldri ganga tvo 600 m hringi. Gengið verður með hefðbundinni aðferð. Mótið er öllum opið og allir velkomnir, skráning fer fram á staðnum. Nánar má fræðast um starfsemi Skíðafélags Strandamanna á vefsíðunni sfstranda.blogcentral.is/.