Categories
Frétt

Þorrablót á Borðeyri 14. febrúar

Á Þorrblóti á BorðeyriÞorrablót verður haldið í skólahúsinu á Borðeyri laugardaginn 14. febrúar nk. og hefst blótið stundvíslega kl. 21:00, en húsið opnar hálftíma fyrr. Hljómsveit Marinós leikur fyrir dansi og er miðaverð kr. 5000.- sem er óbreytt frá í fyrra (kreppan). Miðapantanir þurfa að hafa borist fyrir fimmtudaginn 12. febrúar, en við pöntunum taka Sveinbjörn í síma 451-1179, Guðrún 451-1169 og Ásdís 451-1123 og netfang laugarholt@emax.is. Nefndin hvetur alla til að láta sjá sig hressa og káta þann 14. og ekki skemmir að mæta með höfuðskraut.