16/10/2024

Sprechen Sie Deutsche?

Þinghúsið og kanslarahöllin í Berlín, höfuðborg Þýskalands.Þýskunámskeiði sem átti að hefjast á Hólmavík á morgun hefur verið frestað til mánudags. Enn vantar einn þátttakanda svo af námskeiðinu geti orðið og er áhugasömum bent á að hafa samband við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur (stina@holmavik.is) sem er tengiliður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík eða við Fræðslumiðstöðina (frmst@frmst.is) á Ísafirði hið fyrsta.

Leiðbeinandi verður Rúna Stína Ásgrímsdóttir og er námskeiðið ætlað byrjendum. Kennt verður í Grunnskólanum á Hólmavík, á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:00-21:30.