10/12/2024

Söngskemmtun og kaffihús Leikfélagsins Skruggu á Reykhólum

Á vefnum www.reykholar.is kemur fram að leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi heldur söngskemmtun með meiru í íþróttahúsinu á Reykhólum kl. 20.30 á laugardagskvöldið. Þarna er á ferðinni eldfjörug skemmtun, þar sem sungin verða ljóð og lög bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona og jafnframt verður opið kaffihús. „Við ætlum að líta inn í saltverkunarhús þar sem er heilmikið líf og fjör,“ segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, leikstjóri og formaður Skruggu og bætir við: „Sjón er sögu ríkari." Miðaverð er kr. 1.500 – enginn posi á staðnum. Innifalið í verðinu er kaffi og með því. Meðfylgjandi mynd er fengin á reykholar.is.