19/09/2024

Snjór á Ströndum

Á upplýsingavef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Steinadals- og Tröllatunguheiði eru ófærar. Ekki er vitað með færð á Þorskafjarðarheiði, en tæplega má gera má ráð fyrir að hún sé fær. Aðrir vegir á Ströndum eru greiðfærir en snjór er á vegi svo þeir sem eru á sumardekkjum ættu að keyra varlega. Veðurhorfur til morgundagsins eru á þann veg að í dag verður norðaustan 8-13 m/sek á annesjum, annars hægari. Skýjað og dálítil él úti við sjóinn. Á morgun bætir heldur í vind og verður norðan og norðvestan 10-15 m/sek eftir hádegi og með því fylgir snjókoma. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig.