15/05/2024

SMS skeytið 15 ára

Það bar til um þessar mundir fyrir 15 árum að fyrstu smáskilaboðin eða SMS-skeytið var sent í GSM-síma. Í skeytinu stóð Merry Christmas sem útleggst sem Gleðileg jól á okkar ástkæru og ylhýru íslensku. Sá sem skilaboðin sendi var Neil Papworth, en viðtakandinn var Richard Jarvis sem var í jólagleði í höfuðstöðvum Vodafone í Newbury á Englandi. Þessi fyrstu SMS skilaboð voru send úr tölvu í síma Jarvis, en glíman við tæknileg úrlausnarefni  tók tvö ár til viðbótar áður en almenningur gat sent SMS úr einum síma í annan.