19/04/2024

Appelsínugula byltingin

Eitt af hverfunum á Hólmavík hefur appelsínugulan einkennislit nú á Hamingjudögum og er margar skrautlegar skreytingar þar að finna. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is rölti um með myndavélina í gær og skoðaði appelsínugular skreytingar í bænum. Blöðrur, hjörtu og veifur setja svip á bæinn og víða hefur verið málað á steina í hamingjulitunum. Sama litakerfi var notað á Hamingjudögum í fyrra þannig að bæði er um að ræða skreytingar frá fyrra ári, en víðast hefur þó einhverju verið bætt við og hugmyndaflugið fær svo sannarlega að njóta sín.

Appelsínugula byltingin á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson