07/11/2024

Skráningu í Spurningakeppni Strandamanna 2009 að ljúka

dNú er skráningu í Spurningakeppni Strandamanna að ljúka, en fyrsta keppniskvöldið verður í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 15. mars kl. 20:00. Skráningarfrestur rennur út á morgun, 1. mars. Að sögn Arnars S. Jónssonar er enn pláss fyrir fimm lið: „ Við stefnum að því að vera með sextán lið í keppninni eins og í fyrra, en nú eru ellefu búin að skrá sig þannig að menn ættu bara að kýla á þetta strax.“ Arnar vill skora á lið utan Hólmavíkur að skrá sig í keppnina: „Við erum núna með tvö lið úr Kaldrananeshreppi og eitt úr Tungusveit, en mig langar til að skora á fólk af öðrum svæðum að gera nú alvöru atlögu að sigri."

Hægt er að skrá sig í spurningakeppnina með því að senda erindi þess efnis í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Keppt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudagskvöldin 15. og 29. mars og 5. og 19. apríl.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um keppnina með því að smella hér.