Categories
Frétt

Strandamenn í Vasa á morgun

Á morgun, sunnudaginn 1. mars, fer hin árlega og risavaxna Vasaganga fram í Svíþjóð, en í henni eru gengnir hvorki meira né minna en 90 km. á skíðum milli Sälen og Mora. Keppnin hefst í morgunsárið, en í ár taka þrír Strandamenn þátt í göngunni, þeir Birkir Þór Stefánsson, Ragnar Bragason og Rósmundur Númason. „Strákarnir okkar“ flugu út á fimmtudaginn og eru vafalaust að undirbúa sig andlega þegar þessi orð eru skrifuð. Á heimasíðu Skíðafélagsins sfstranda.blogcentral.is/ hafa verið settir tenglar þar sem hægt er að fylgjast með þeim í göngunni, þar er tími, sæti, meðalhraði og millitímar á nokkrum stöðum á leiðinni. Þessa sömu tengla má sjá hér fyrir neðan með því að smella á „lesa meira“.

strandir.saudfjarsetur.is sendir þeim Birki, Ragga og Rósa hlýja strauma og baráttukveðjur. til Svíþjóðar og hvetur Strandamenn nær og fjær til að fylgjast með þeim í baráttunni.

Smellið hér til að fylgjast með Birki.

Smellið hér til að fylgjast með Ragnari.

Smellið hér til að fylgjast með Rósmundi.