22/12/2024

Skotfélag Hólmavíkur stofnað

Fréttatilkynning
Framundan er stofnun nýs félags á Hólmavík, en áhugamenn um skotveiðar og skotfimi ætla að koma saman og stofna félag um þetta áhugamál. Stofnfundur Skotfélags Hólmavíkur verður haldinn á fimmtudagskvöldið 23. apríl og verður hann í Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. Áhugamenn um skotveiðar og skotfimi eru hvattir til að mæta og taka þátt í stofnun félagsins.