23/12/2024

Sjómannadagurinn á Hólmavík

Það er Björgunarsveitin Dagrenning sem hefur veg og vanda af dagskránni á sjómannadeginum á Hólmavík að þessu sinni. Dagskráin hefst á laugardag 2. júní með leikjum á hafnarsvæðinu kl.13.00. Keppt verður í koddaslag og brettahlaupi ásamt ýmsu öðru. Sama dag verður síðan kaffisala í Rósubúð, húsnæði björgunarsveitarinnar við Höfðagötu, frá kl.15.00. Á sjálfan sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní, verður síðan árleg marhnútaveiðikeppni fyrir börn á öllum aldri á bryggjunni. Keppnin hefst kl. 11.00 og skráning verður á staðnum. Vefsíða Björgunarsveitarinnar Dagrenningar er á slóðinni www.123.is/dagrenning.