Categories
Frétt

Sjávarréttakvöld á Hólmavík

Lionsklúbbur Hólmavíkur hefur ákveðið að blása til sjávarréttakvölds í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardagskvöldið 31. mars næstkomandi. Þar verður boðið upp á fjölbreytt hlaðborð af hvers kyns sjávarfangi með tilheyrandi meðlæti. Í  boði verður einnig létt skemmtidagskrá og herlegheitin kosta aðeins 2500 krónur. Allir Strandamenn og aðrir eru hvattir til að mæta, bragða á herlegheitunum og gera sér glaðan dag. Hægt verður að kaupa léttvínsveitingar á barnum. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að panta miða hjá Ásdísi Leifsdóttur í síma 893 2409 fyrir 27. mars n.k.