28/03/2024

Fundur um þjóðlendumál

Broddanes við KollafjörðBúnaðarsamband Húnaþings og Stranda stendur fyrir almennum fundi um þjóðlendumál og eignarrétt á landi næstkomandi þriðjudag. Verður fundurinn haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi þann 20. mars 2007 og hefst hann stundvíslega kl 20:30. Bændur og aðrir landeigendur eru hvattir til að mæta og kynna sér málið og í fréttatilkynningu kemur fram að alþingismenn eru sérstaklega boðaðir til fundarins.

Dagskrá fundarins er á þessa leið:

1. Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður fjallar um lög um þjóðlendur og framkvæmd þeirra.

2. Guðný Sverrisdóttir formaður “ Landssamtaka landeigenda “ skýrir sjónarmið samtakanna.

3. Gunnar Sæmundsson fyrrverandi stjórnarmaður í BÍ fjallar um aðkomu Bændasamtakanna að þjóðlendumálinu fram að þessu.