09/09/2024

Dagur hinna villtu blóma

Í dag er Dagur hinna villtu blóma og verður af því tilefni gönguferð frá Upplýsinga-miðstöðinni á Hólmavík kl. 19:30 í kvöld upp í Borgir. Þar fá þeir sem mæta í ferðina leiðsögn um helstu blóm sem vaxa villt í Borgunum og er Matthías Lýðsson í Húsavík leiðsögumaður og jurtagreinandi. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram og ókeypis er í gönguna. Það eru Flóruvinir, Sauðfjársetur á Ströndum og Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík sem standa fyrir atburðinum á Ströndum.