14/09/2024

Símabilun á Café Riis í kvöld

Mjög erfitt hefur verið að ná sambandi við Café Riis í allt kvöld og síminn látið eins og hann væri alltaf á tali. Þetta ástand hefur eflaust komið sér illa fyrir marga sem hafa ætlað að panta sér pizzur í kvöld en veitingastaðurinn hefur verið opinn fyrir pizzur. Eigendur Café Riis vilja koma á framfæri afsökun vegna ástandsins og hafa ákveðið að hafa einnig opið n.k. sunnudag frá kl. 17:30 – 20:00. Barinn á Café Riis verður aftur opinn annað kvöld, laugardaginn 30. september, eftir að úrslit undankeppni karókíkeppni vinnustaða á Ströndum liggur fyrir.