23/12/2024

Samkeppni um slagorð fyrir bókasöfn

Bókakvöld á HólmavíkKynningarnefnd bókasafna efnir til samkeppni um slagorð til að nota í kynningarátaki fyrir bókasöfn. Slagorðið þarf að eiga við allar tegundir bókasafna, hvort sem um er að ræða almenningsbókasöfn, skólabókasöfn eða sérfræðisöfn. Því er ætlað að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri um bókasöfn og þarf að vera stutt, grípandi og gott að muna. Veggspjald og kynningu á keppninni er hægt að nálgast á vefsíðunni www.bokasafn.is.

Frestur til að skila inn hugmyndum er til 20. mars 2008. Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða veitir 100.000 króna verðlaun fyrir besta slagorðið. Verðlaunin verða veitt á degi bókarinnar, þann 23. apríl.
 
Sendið hugmyndir í tölvupósti á bokasafn@bokasafn.is eða merkt "verðlaunasamkeppni" á: Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.