11/09/2024

Sameining felld í þremur hreppum

Tölur í sameiningar-kosningum sveitarfélaganna fjögurra á Ströndum eru komnar í hús og er niðurstaðan býsna afgerandi í öllum hreppunum. Sameining var felld í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Hólmavíkurhreppi, en samþykkt í Broddaneshreppi. Þátttaka í kosningunum var misjöfn, 74% þátttaka var í Árneshreppi þar sem hún var mest, en 44,6% í Hólmavíkurhreppi þar sem hún var minnst. Nánari upplýsingar um kosningarnar og tölfræði er hér að neðan.

 

Broddaneshreppur:

47 á kjörskrá
24 greiddu atkvæði
51% kjörsókn

18 sögðu já
6 sögðu nei

75% kjósenda voru samþykkir sameiningu, en 25% mótfallinn.

 

Hólmavíkurhreppur:

318 á kjörskrá
142 kusu
44,6% kjörsókn

46 sögðu já
95 sögðu nei
1 skilaði auðu

67% kjósenda voru andvígir sameiningu, 32% samþykkir og 1% skilaði auðu.

 

Kaldrananeshreppur:

88 á kjörskrá
59 kusu
67% kjörsókn

8 sögðu já
51 sagði nei

 86% kjósenda voru andvígir sameiningu, en 14% samþykkir.

 

Árneshreppur:

46 á kjörskrá
34 kusu
74% kjörsókn

11 sögðu já
23 sögðu nei

68% kjósenda voru andvígir sameiningu, en 32% samþykkir.