13/09/2024

Bæjarhreppur felldi sameiningu

Bæhreppingar felldu sameiningu við Húnaþing vestra í kosningum í dag. Þar var 82% kjörsókn og var niðurstaðan sú að 37 sögðu nei og 24 já. Húnvetningarnir samþykktu hins vegar sameininguna í kosningum hjá sér, þar sögðu 118 já og 86 nei. Nánar má fræðast um atkvæðagreiðsluna og niðurstöður hennar hér að neðan.

 

Bæjarhreppur:

74 voru á kjörskrá
61 greiddi atkvæði
Kjörsókn var 82%

24 sögðu já
37 sögðu nei

61% af þeim sem greiddu atkvæði sögðu nei, en 39% sögðu já.

 

Húnaþing vestra:

870 voru á kjörskrá
219 greiddu atkvæði
Kjörsókn var 25,2%

118 sögðu já
86 sögðu nei
14 skiluðu auðu
1 seðill ógildur

54% af þeim sem greiddu atkvæði sögðu já, 39% sögðu nei. Auðir og ógildir voru 7%.