27/04/2024

Reglugerð um tengipunkt Landsnets í Djúpi væntanleg

Nauteyri

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gærmorgun kom fram fyrirspurn frá Haraldi Benediktssyni um raforkumál á Vestfjörðum og hvaða fyrirstaða væri fyrir því að ákveða tengipunkt við kerfi Landsnets í Ísafjarðardjúpi. Komið hefur fram að slíkur tengipunktur myndi muna miklu hvað varðar hagkvæmni virkjana í Austurgili í Skjaldfannadal og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði sem báðar hafa verið á teikniborðinu og eru í nýtingarflokki samkvæmt Rammaáætlun. Haraldur talar raunar í fyrirspurn sinni um „miklu fleiri virkjanir“. Í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og kom fram að ekkert í regluverkinu hamli þessari ákvörðun, en málið sé til umfjöllunar hjá Landsneti og Orkustofnun.

Landsnet hafi óskað eftir reglugerð frá ráðuneyti til að styrkja grundvöll svokallaðs „netmála“ stofnunarinnar sem hafi verið í undirbúningi. Sú reglugerð ráðuneytsins sé væntanleg strax í næstu viku og gert sé ráð fyrir að fjórar virkjanir geti í framtíðinni tengst inn á þennan tengipunkt sem geri verkefnið þjóðhagslega hagkvæmt. Ráðherrann lauk máli sínu með því að segja að þegar tengipunkturinn verði orðinn að veruleika muni skapast gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu og annarri uppbyggingu á svæði sem hafi kallað eftir slíkri uppbyggingu um langt árabil.

Í umræðu um tengipunktinn hefur oftast verið miðað við að hann verði á Nauteyri.