27/12/2024

Rauðhetta á árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi

Fimmtudaginn 24. mars kl. 19:00 verður mikið um dýrðir á Drangsnesi þegar árshátíð nemenda Grunnskólans verður haldin. Verður leikritið Rauðhetta, eftir Snæbjörn Ragnarsson og leikhópinn Lottu, sett upp á árshátíðinni og eftir það verður kaffihlaðborð að hætti Strandakvenna. Verð er 2.000.- fyrir fullorðna og er þá kaffihlaðborðið innifalið, 1.000.- fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Ágóði rennur í ferðasjóð nemendafélagsins. Allir eru velkomnir á árshátíðina!

Rauðhetta á árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi