23/04/2024

Ótrúleg hækkun á rafmagni

Skyldi ráðherra byggðamála hafa einhver ráð í pokahorninu?Samkvæmt fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða verða nú verulegar hækkanir á rafmagnsreikningum íbúa á Vestfjörðum, einkum í dreifbýli sem er skilgreint þannig að það sé öll byggð í sveit og einnig þéttbýlisstaðir með færri en 200 íbúum.

Hækkunin nemur 45% í dreifbýli þar sem hús eru hituð með rafmagni og 12% rúm í þéttbýli, samkvæmt nýrri gjaldskrá Orkubús Vestfjarða. 

Ljóst er að þessi hækkun er hrikalegt áfall fyrir íbúa Vestfjarða og einkum fyrir atvinnustarfsemi utan þéttbýlis. Enn er með öllu óljóst hvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi geta einhver áhrif haft til betri vegar gegn þessari atlögu gagnvart landsbyggðinni.

Öll heimili á Ströndum utan Hólmavíkur falla undir 45% hækkunina samkvæmt þessari nýju verðskrá. Rafmagnskostnaður á Hólmavík og öllum öðrum þéttbýlum á Vestfjörðum með yfir 200 íbúa hækkar um 12%.