19/04/2024

Opnunartímar sundlaugar á Hólmavík

Nú er sundlaugin á Hólmavík loks opin aftur eftir mikla viðhaldsvinnu fyrri hluta mánaðarins. Opnunartímar í sundlauginni í vetur eru með þeim hætti að opið er mánudaga-fimmtudaga kl. 18-21 og laugardaga kl. 14-19. Starfsemi Íþróttahússins er líka að komast á fullt skrið þótt enn sé mikið framboð á kvöldtímum í íþróttasal, einungis badmintonfólk er búið að festa sér tíma.


Þreksalurinn Flosaból í Íþróttamiðstöðinni er opinn lengur en sundlaugin eða frá 10-21 mánudaga-fimmtudaga, 10-17 föstudaga og 14-19 laugardaga. Heiti potturinn er opinn á sama tíma og þreksalurinn, en gufubaðið á sama tíma og sundlaugin og einnig á föstudögum frá 12.