28/03/2024

Óheppileg vindátt fyrir Strandir

Stakur borgarísjaki úti fyrir Árneshreppi síðasta sumarSpáð er norðaustlægum áttum fram á föstudag og að sögn Þórs Jakobssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofunni, er það frekar óheppilegt fyrir Strandir og að ísinn eigi þá greiðari leið þangað. Hann segir að það sé að sama skapi hagstætt fyrir svæðið fyrir norðan land og Grænlandssund. Þór segir að siglingarleiðir norðanlands séu víðast greiðar en siglingaleiðin fyrir Horn er hins vegar lokuð.


Strandamenn verða því að bíða enn um stund og vona að vindáttir breytist í hagstæðari áttir fyrir svæðið á næstu dögum. Margir Strandamenn hafa hinsvegar reynt að kveða hann í kútinn en hafísinn hefur verið mörgum hagyrðingnum á Ströndum hugleikið yrkisefni undanfarið.