30/03/2023

Spjallað við Stínu

Valdimar Friðjón Jónsson ræddi við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, kennara, fréttaritara og fleira.

Hvernig líst þér á að búa á Ströndunum? Bara vel.
Ef þú ættir heima annars staðar hvar vildirðu þá eiga heima? Upp í sveit, helst í Skagafirði.
Hver er uppáhalds söngvari þinn? Get ekki valið á milli.
Hver er þinn versti náttúrulegi óvinur? Eiturslanga.
Hefurðu ferðast um heiminn? Nei of lítið, hef farið til Hollands og Portúgal.
Finnst þér útvarpið gott sem skólinn er með? Já, mjög gott.
Heldurðu að Heiða verði fræg? Já, hún er þegar orðin það.
Finnst þér staða skólans vera góð? Já, góður skóli og góðir nemendur og gott starfsfólk.