28/04/2024

Sprellfjörugur farsi: Með táning í tölvunni

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni á miðvikudaginn kemur, þann 20. apríl. Höfundur verksins er Ray Cooney en leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Um er að ræða sprellfjörugan farsa. Sýningin hefst kl. 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík og einnig verða sýningar á skírdag og páskadag á sama tíma. Til stendur að fara í sýningarferð um Vestfirði síðar, en leikfélagið fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Miðapantanir eru í síma 867-3164. Í leikritinu segir frá Jóni Gunnari Scheving leigubílstjóra í Reykjavík og fjölskyldum hans. Jón Gunnar hefur lifað tvöföldu lífi árum saman, á tvær konur og börn með báðum.

Nú er þessum lífsmáta ógnað, þegar börnin hans kynnast á netinu og áforma að hittast. Inn í fjörið fléttast leigjandinn Steingrímur og aldraður faðir hans og úr verður flækja sem vandséð er hvernig getur raknað úr. Leikritið gerist í báðum íbúðum Jóns Gunnars.

 Táningur

atburdir/2011/640-tan6.jpg

atburdir/2011/640-tan3.jpg

atburdir/2011/640-tan1.jpg

Með táning í tölvunni – myndir frá æfingum