15/04/2024

Vonbrigði með vegabætur í Strandasýslu

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í síðustu viku var tekin fyrir ályktun frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 14. febrúar 2007 vegna samgönguáætlunar 2007-2010 annars vegar og 2007-2018 hins vegar. Í fundargerð kemur fram að sveitarstjórn Strandabyggðar tekur undir ánægju Fjórðungssambandsins yfir fyrirhuguðum framkvæmdum sem tilgreindar eru í samgönguáætlun, en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum sínum yfir að ekki sé farið í að bæta vegi innan Strandasýslu. Fram kemur að m.a. vanti enn bundið slitlag milli Hólmavíkur og Drangsness og óvíða séu jafn margar einbreiðar brýr eins og í Strandasýslu.