24/04/2024

Nýr örbylgjusambandsbúnaður

Viðgerð á örbylgjusambandi stendur yfirJón Arnar frá Snerpu á Ísafirði er staddur á Hólmavík en örbylgjusamband á Hólmavík hefur legið að miklu leyti niðri undanfarna viku. Að sögn Jóns Arnars er verið að skipta út örbylgjuloftnetum og koma fyrir öflugri búnaði, en sá er fyrir var hefur ekki náð að anna internet notkun Hólmvíkinga undanfarið. Hann segir að með tilkomu nýja búnaðarins eigi kerfið að geta tekið á móti margfalt meira álagi.

Notendur á Hólmavík ættu því ekki að lenda í vandræðum með örbylgjusambandið eins og undanfarna daga í framtíðinni. Bent er á að einhverjar truflanir geti orðið í dag og á morgun á netsambandinu, meðan á viðgerð stendur.