14/09/2024

Nýr bátur á Drangsnesi

Magnús siglir inn í höfnina í KokkálsvíkNýr bátur bættist í flota Drangsnesinga á dögunum, Magnús KE. Hann kom til heimahafnar síðasta mánudag eftir nokkura vikna ferð frá Keflavík. Tíðarfar til siglinga hefur verið frekar erfitt og hefur það tafið heimkomuna. Erling Ingimundarson er eigandi bátsins en Hlynur Freyr Vigfússon hefur tekið hann á leigu og hyggst gera hann út á línu og handfæri og leggja aflann upp á Drangsnesi.

 

Hermann Ingimundarson og Hlynur Freyr Vigfússon um borð í Magnúsi – ljósm. Óskar Torfason.