24/06/2024

Bókakvöld annað kvöld

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 3. febrúar kl. 20:15, verður Bóka- og ljóðakvöld á Héraðsbókasafni Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík. Bókaormur mánaðarins er Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík og ljóðavinurinn Agnes Björg Kristjánsdóttir í 5. bekk les ljóð að eigin vali. Bókakvöldin hafa verið vinsælar skemmtanir og margir staldra við á bókasafninu og þiggja kaffi og kleinur og spjalla saman.