29/05/2024

Listasýning á Lækjarbrekku

Í dag var haldin sýning í leikskólanum Lækjabrekku á öllu því sem krakkarnir hafa verið að gera í vetur. Þar má nefna ýmsar myndir og listaverk. Það kom fullt af fólki til að skoða, foreldrar og eldri systkini komu með krökkunum. Þar var líka djús og snakk fyrir krakka, en fullorðna fólkið þambaði kaffi og át kex eins og það fengi borgað fyrir það. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, Dagrún Ósk, var á staðnum og tók myndir af börnunum í góða veðrinu. 

Fjör á Lækjarbrekku – ljósm. Dagrún Ósk