09/09/2024

Námskeið um fugla og fuglaskoðun

300-kolla1Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir námskeiði um fugla og fuglaskoðun föstudaginn 16. maí og laugardaginn17. maí nk. á Ísafirði. Námskeiðið er einkum ætlað fólki í ferðaþjónustu sem tekur á móti gestum, sem áhugasamir eru um fugla og fuglaskoðun. Námskeiðið hentar þó einnig öðru áhugafólki um fugla. Efni námskeiðsins verður um íslenska varpfugla og farfugla sem fara hér um. Farið í greiningar á nokkrum tegundum, búsvæði, hvar og hvenær best er að sjá ákveðnar tegundir. Einnig verður farið í stofnstærðir ákveðna tegunda, lög, reglur og alþjóðlegar samþykktir. Loks verður farið í vettvangsferð á Ísafirði eða nágrenni Ísafjarðar.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Böðvar Þórisson fuglafræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða. Kennt verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Námskeiðið er 9 kennslustunda (6 klst.). Kennt verður föstudagur 16. maí, kl. 20 – 22 og laugardagur 17. maí, kl. 10 – 14 (vettvangsferð). Umsóknarfrestur til miðvikudagsins 14. maí 2008. Verð kr: 6.000 auk aksturs.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Ferðamálasamtök Vestfjarða. Sjá nánar www.frmst.is þar sem skráning fer fram. Einnig er hægt að skrá sig í síma 456 5025.