16/04/2024

Jólatónleikar á Hvammstanga í kvöld

Á HvammstangaJólatónleikar verða í Félagsheimili Hvammstanga, miðvikudagskvöldið 12. desember kl. 20:30. Karlakórinn Lóuþrælar, undir stjórn Guðmundar St. Sigurðssonar og við undirleik Elinborgar Sigurgeirsdóttur, flytur jóla- og aðventulög.  Einsöngvarar með kórnum eru Sigrún Dögg Pétursdóttir og Guðmundur Þorbergsson. Einnig koma fram tónlistarmennirnir, Daníel Geir Sigurðsson, Ásgeir Trausti Einarsson og Valdimar H. Gunnlaugsson. Hugvekju flytur Rakel Runólfsdóttir. 

Tónleikarnir eru í boði Sparisjóðs Húnaþings og Stranda og er aðgangur ókeypis og allir eru boðnir velkomnir. Karlakórinn Lóuþrælar er skipaður um 25 söngmönnum úr öllum sveitum í Húnaþingi vestra. Kórinn hefur starfað í rúm 20 ár og gegn um tíðina sungið heima í héraði og vítt um land og getið sér gott orð fyrir vandaða tónlist.