11/10/2024

Myndir úr Árneshreppi

Í ÁrneshreppiSævar Benediktsson á Hólmavík sendi strandir.saudfjarsetur.is þessar myndir úr Árneshreppi sem teknar voru fyrr í mánuðinum. Það er fallegt í Árneshreppi á vetratíma eins og þessar myndir sýna. Í meðfylgjandi bréfi segir Sævar: „Ég var á ferð á þessum fallega degi þegar sól var farin að lækka á lofti. Fjöllin sýndu sitt fegursta andlit í sveitinni fögru, en bæirnir eru margir mannlausir og minntu á að það er farið að fækka í þessari sveit sem var áður full af fólki."

Ljósm. Sævar Benediktsson