19/07/2024

Myndir frá Litlu jólunum

Litlu jólin hjá Grunnskólanum á Hólmavík voru haldin í vikunni og var skemmtunin að venju öllum opin. Á Litlu jólunum koma langflestir nemendur skólans fram og hefur hver bekkur gert sitt atriði, leikþátt eða söngatriði. Mikil áhersla er lögð á tónlistarstarf, leiklist og tjáningu í starfi Grunnskólans og kom það glöggt í ljós á hátíðinni og nemendur eru þrautþjálfaðir á þessu sviði. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og tók myndir af atriðunum, með þeirri undantekningu að ekki náðist mynd af tónlistaratriði 8. bekkjar vegna óvæntra endaloka.

Litlu jólin í Grunnskólanum á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson.