23/04/2024

Fólksfjöldi á Ströndum

Hagstofa Íslands hefur nú gefið út tölur um mannfjölda á Íslandi eftir sveitarfélögum og byggðakjörnum um síðustu áramót. Þar kemur fram að fólki á Íslandi fjölgaði um 2,2% á síðasta ári og hefur ekki fjölgað meira á einu ári frá 1960. Í Hólmavíkurhreppi bjuggu 446 í lok árs 2005, 53 í Broddaneshreppi, 112 í Kaldrananeshreppi, 105 í Bæjarhreppi og 50 í Árneshreppi. Samtals eru því Strandamenn 766 í árslok. Séu þéttbýlisstaðirnir skoðaðir sérstaklega bjuggu 379 á Hólmavík, 76 á Drangsnesi og 32 á Borðeyri.