10/12/2024

Myndir frá Kolaporti á Ströndum

Stundum líður allnokkur tími frá því að skemmtilegir atburðir verða þangað til frá þeim er sagt hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is og liggja ólíkar ástæður þar að baki. Einn af þessum atburðum er Kolaport sem haldið var hér  um miðjan nóvember og setti skemmtilegan svip á menningu og mannlíf. Fjöldi Strandamanna var þar með sölubása og aðrir litu við í Félagsheimilinu á Hólmavík og versluðu margvíslegar gersemar og góðgæti. Það voru Ásta Þórisdóttir og Ásdís Jónsdóttir sem stóðu fyrir þessari skemmtilegu uppákomu sem vonandi verður haldin aftur við hentugleika og eiga þær heiður og hrós skilið fyrir framtakið.

1

bottom

frettamyndir/2008/580-kolaport9.jpg

frettamyndir/2008/580-kolaport7.jpg

frettamyndir/2008/580-kolaport6.jpg

frettamyndir/2008/580-kolaport4.jpg

frettamyndir/2008/580-kolaport2.jpg

frettamyndir/2008/580-kolaport1.jpg

Kolaport á Ströndum – Ljósm. Jón Jónsson og Arnór Jónsson