14/11/2024

Kaffihúsastemmning á Jólamarkaðinum í dag

Það verður kósí kaffihúsastemming á Jólamarkaði Strandakúnstar á Galdrasafninu kl. 17:00 í dag, sunnudaginn 14. desember. Bæði verður gott með kaffinu og svo verður lifandi tónlist og allir syngja með.   Komið og kætist í góða veðrinu, segir í fréttatilkynningu. Margvíslegur varningur er á markaðinum, handverk og alls konar útgáfa sem tengist svæðinu eða heimamenn standa fyrir. Tvenn dagatöl, annað með myndum úr Grímsey á Steingrímsfirði og hitt með myndum frá Hólmavík, fást á markaðinum, og nýir hljómdiskar Bjarna Ómars, Kvennakórsins Norðurljósa og jólalagadiskur með lögum eftir Björn í Bakkagerði fást þar svo dæmi séu nefnd.