Categories
Frétt

Kraftmiklir jólatónleikar Tónskólans

Skemmtilegir tónleikarÍ vikunni voru árlegir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík og voru að venju tvö kvöld undirlögð. Rafmagnið fór af á seinna kvöldinu, en kom ekki að sök, því gestir og flytjendur sungu saman jólalög á meðan rafljósið skorti. Á tónleikunum sýndu nemendur skólans snilli sína, en alls eru 63 krakkar í Tónskólanum og biðlisti eftir plássi. Kennarar eru þrír. Fram kom að fyrirhugað er að kaupa stofuflygil fyrir skólann á nýju ári og verður farið af krafti í fjáröflun eftir áramót, byrjað á tónleikum þann 14. janúar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór á tónleikana fyrra kvöldið og smellti af nokkrum myndum.  

1

bottom

frettamyndir/2008/580-jolaton7.jpg

frettamyndir/2008/580-jolaton6.jpg

frettamyndir/2008/580-jolaton4.jpg

frettamyndir/2008/580-jolaton2.jpg

Jólatónleikar – ljósm. Jón Jónsson