24/07/2024

Myndir frá jólatónleikum

Árvissir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík á þriðjudags- og miðvikudagskvöld í Hólmavíkurkirkju gengu ljómandi vel. Þar komu flestir nemendur skólans fram og sýndu hvað þeir höfðu lært í vetur.

Skemmtilegt var að fylgjast með mörgum flytjendum sem ljómuðu af einbeitingu og áhuga. Hér að neðan fylgja nokkrar myndir frá tónleikunum, teknar af Kristjáni Sigurðssyni.