16/06/2024

Norrænir tónlistardagar

Hólmavíkurhreppi hefur borist erindi frá Årslev Kommunale Musikskule um "norræna samspilsdaga". Þar kemur fram að Årslev sem er vinabær Hólmavíkurhrepps í Danmörku ætlar að standa fyrir tónlistardögum dagana 6. til 9. apríl 2005 og er Hólmvíkingum boðið að taka þátt. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps framsendi bréfið til Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík.