14/06/2024

Myndir frá jólaskemmtun

Á Litlu-jólum nemenda við Grunnskólann á Hólmavík í gær tóku menn sér fyrir hendur að ganga í kringum jólatré í dágóða stund, eftir að skemmtiatriðum lauk. Jólasveinar mættu á staðinn og gáfu börnunum mandarínur og hljómsveitin Grunntónn lék af lífs og sálarkröftum undir við jólatrésgönguna.

Hljómsveitin er skipuð Bjarna Haraldssyni sem barði trommur, Ásdísi Jónsdóttur sem þandi harmonikkuna, Kristjáni Sigurðssyni sem lék á gítar og leiddi jólalagasönginn og Stefaníu Sigurgeirsdóttir sem lék á hljómborð. Var það mál manna að á ferðinni væri eitthvert þéttasta og magnaðasta band sem heyrst hefði í síðustu árin á Ströndum.