14/09/2024

Minnt á opið hús í Skelinni í kvöld

Í kvöld, mánudag kl. 20:00 verður opið hús í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, að Hafnarbraut 7 á Hólmavík (Hólmakaffi). Þar taka Tinna Schram ljósmyndanemi og Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku á móti gestum. Samkoman verður á rólegu nótunum, en þau ætla að sýna verk sín, spjalla við fólk og taka á móti skráningum á ljósmyndanámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri sem haldið verður mán. 27. des. – fim. 30. des. Þetta er fjórða uppákoman í tengslum við listafólk sem dvelst í skelinni sem haldin er á stuttum tíma, en á meðfylgjandi mynd eru rithöfundarnir Gunnar Theódór Eggertsson og Ylfa Þöll Gylfadóttir sem lásu upp úr verkum sínum á stórskemmtilegri samkomu fyrir skemmstu.