27/02/2024

Golfklúbburinn fundar

Aðalfundur Golfklúbbs Hólmavíkur verður haldinn næstkomandi fimtudag, þann 13. mars kl. 20:00 í Rósubúð, húsi Björgunarsveitarinnar á Hólmavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræður um starfið framundan. Nýir félagar eru velkomnir. Mikill hugur er í golfmönnum á Hólmavík um að bæta aðstöðuna á Skeljavíkurvelli og hefur aðstöðuhús fyrir golfspilara verið í umræðunni upp á síðkastið.