11/10/2024

Minnt á félagsvistina

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík vill minna á félagsvist sem haldin verður í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og hefst kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir til að spila og er vonast til að aðsókn verði góð. Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir þá sem komnir eru af grunnskólaaldri, en frítt fyrir 16 ára og yngri. Í stjórn foreldrafélagsins eru Ingimundur Pálsson formaður, Alda Guðmundsdóttir og Jón Jónsson.