Categories
Frétt

Þjóðfundur á Vestfjörðum

Haldinn verður Þjóðfundur á Vestfjörðum í Íþróttahúsinu í Bolungarvík laugardaginn 6. febrúar. Fundurinn er hluti af fundarröð Sóknaráætlunar 20/20 í öllum landshlutum og hefst kl 10.15 og stendur til 16.15. Fundurinn er ekki opinn en til hans er boðað með bréfi sem sent hefur verið til einstaklinga og hagsmunaaðila á Vestfjörðum. Þessir aðilar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulag fundarins. Það eru Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem eru samstarfsaðilar Sóknaráætlunar 20/20 um skipulag og framkvæmd fundarins. Nánari upplýsingar er að finna á www.island.is/endurreisn/soknaraetlun-islands/.  

Mikilvægt er að fundargestir svari boðsbréfi með staðfestingu um mætingu, boðun eða afboðun. Í stað þeirra sem afboða sig munu fundarboðendur boða nýja einstaklinga. Því eru fundargestir hvattir til að svara bréfi fundarboðenda nú um helgina eða eigi síðar en að morgni mánudagsins 1. febrúar. Staðfestingu skal tilkynna á netfangið gunnasigga@uwestfjord.is eða í síma 450 3000.